miðvikudagur, október 11, 2006
HK-Valur
Við Valsdömur heimsóttum HK stúlkur laugardaginn síðastliðinn. Eftir góðan sigur á Stjörnunni í síðasta leik þurftum við að koma okkur niður á jörðina því HK stelpur eru heldur betur búnar að standa sig vel í byrjun móts. En við mættum mjög einbeittar í leikinn og gáfum tóninn strax á fyrstu mínútunum með hörku sóknarleik þótt að vörnin hafi verið nokkuð götótt. Þannig voru fyrstu mínúturnar nokkuð jafnar en svo þegar búið var að stoppa í götin í vörninni hjá okkur fórum við að sigla fram úr. Þar fór fremst í flokki Grímsdóttir sem gjörsamlega raðaði inn mörkunum úr horninu og náðum við því góðu forskoti sem við létum eiginlega aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks.
Leikurinn var nokkuð hraður og skemmtilegur og mörg falleg tilþrif sáust. Brynja sýndi gamalkunna takta og átti til dæmis eitt hús úr ótrúlegu skoti. Habban lét reka sig útaf fyrir litlar sakir sem hún var nú ekki sátt við svo þegar hún kom inn á fauk hún strax út af aftur enda ekki þekkt fyrir nein vettlingatök. Markverðirnir vörðu vel, meðal annars eitt eða tvö víti (man ekki alveg).
Að öðru leiti er erfitt að taka einhvern einn út þar sem þetta var sigur liðsheildarinnar og allir leikmenn komu inn á og stóðu sig með prýði.
Eins og áður sagði var sigur okkar aldrei í hættu og mest náðum við 14 eða 15 marka forskoti í seinni hálfleik. Að vísu minnkaði það niður í tíu mörk með góðri hjálp dómaranna sem ákváðu að henda okkur útaf í hrönnum. Þá fengu HK stelpur heldur betur tækifæri til að minnka muninn því á kafla voru þær til dæmis fimm á móti okkur þremur. En þar sem við vorum svo heppnar að hafa Sillu ennþá í vörninni þá var eins og við værum fimm á móti fimm því þvílíkar fótahreyfingar hafa aldrei sést áður. Hún var á ljóshraða daman og komust HK-ingar því ekki langt á þessum kaflaJ
En öruggur tíu marka sigur var staðreynd og ljóst að við Valskonur erum á siglingu. Tveir erfiðir leikir eru reyndar framundan, fyrst við Gróttu og svo við Hauka. Þannig að það er á brattann að sækja fyrir okkur en ef við sýnum svona leik verður erfitt að stöðva Valsskvísu-hraðlestina.
Kveðja, Anna pæja
Leikurinn var nokkuð hraður og skemmtilegur og mörg falleg tilþrif sáust. Brynja sýndi gamalkunna takta og átti til dæmis eitt hús úr ótrúlegu skoti. Habban lét reka sig útaf fyrir litlar sakir sem hún var nú ekki sátt við svo þegar hún kom inn á fauk hún strax út af aftur enda ekki þekkt fyrir nein vettlingatök. Markverðirnir vörðu vel, meðal annars eitt eða tvö víti (man ekki alveg).
Að öðru leiti er erfitt að taka einhvern einn út þar sem þetta var sigur liðsheildarinnar og allir leikmenn komu inn á og stóðu sig með prýði.
Eins og áður sagði var sigur okkar aldrei í hættu og mest náðum við 14 eða 15 marka forskoti í seinni hálfleik. Að vísu minnkaði það niður í tíu mörk með góðri hjálp dómaranna sem ákváðu að henda okkur útaf í hrönnum. Þá fengu HK stelpur heldur betur tækifæri til að minnka muninn því á kafla voru þær til dæmis fimm á móti okkur þremur. En þar sem við vorum svo heppnar að hafa Sillu ennþá í vörninni þá var eins og við værum fimm á móti fimm því þvílíkar fótahreyfingar hafa aldrei sést áður. Hún var á ljóshraða daman og komust HK-ingar því ekki langt á þessum kaflaJ
En öruggur tíu marka sigur var staðreynd og ljóst að við Valskonur erum á siglingu. Tveir erfiðir leikir eru reyndar framundan, fyrst við Gróttu og svo við Hauka. Þannig að það er á brattann að sækja fyrir okkur en ef við sýnum svona leik verður erfitt að stöðva Valsskvísu-hraðlestina.
Kveðja, Anna pæja