mánudagur, október 23, 2006

ÆLA, ÆLA og aftur ÆLA!!!

Ég held að það sé óhætt að segja að ælupest hafi herjað á okkur valsstelpur fyrir leikinn í gærkveldi á móti Haukum. Rebekka gat ekki keppt vegna þess að hún hafði ælt allan daginn, undirrituð ældi allan laugardaginn og til þess að toppa æluna gubbaði Alla í bílnum á leiðinni í leikinn!!!! En við létum þessa ælupest ekki á okkur fá og vissum hve mikilvæg stigin tvö voru. Þannig að við brettum upp ermarnar og gáfu allar smá ekstra í púkkið. Leikurinn byrjaði frekar illa þar sem að við áttum erfitt með að stoppa örvhenta stórskyttu Haukastúlkna sem einfaldlega raðaði inn mörkum. Við vorum nánast undir allan fyrri hálfleikinn og Haukar náðu tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15. Seinni hálfleikurinn var æsispennandi þar sem dómararnir leyfðu mikla hörku og við nýttum okkur það og brutum eins “gróft” og dómarinn leyfði. (þótt að sjálfsögðu nokkrir leikmenn færu aðeins yfir strikið og þar á meðal undirrituð). Undirrituð fékk tveggja mínútna brottvísun þegar 1 ½ mín var eftir af leiknum og staðan jöfn. En við vorum ekkert á því að gefa leikinn og Brynja Steinsen, gamli refur, lumar alltaf á einhverjum góðum fintum og skoraði mjög mikilvægt mark eftir gegnumbrot. Jolanta var komin í markið og gerði sér lítið fyrir og varði víti frá engri annarri en stórskyttunni Ramune Pekarskyte þegar 30 sek voru eftir af leiknum. Við fórum í sókn og Brynja fór í gegnum- brot og skaut bak við auglýsingarskiliti. Það sýnir enn og aftur hversu mikla reynslu og útsjónarsemi Brynja hefur að geyma eftir áralanga reynslu í boltanum. Dómarinn stoppaði ekki leikinn sem að ég vil hrósa þeim fyrir vegna þess að þeir stöðvuðu ekki leikinn þegar sams konar atvik átti sér stað í okkar garð. Þannig að þetta var tæpur en mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og nú er bara að taka næsta leik sem er á næsta sunnudag kl 16.00 í Laugardalshöllinni. Hvet alla til að mæta þar sem við virðumst vera að ná mjög góðum takti.
Silla

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?