föstudagur, október 06, 2006

Tap gegn ÍBV - 30.sept

Eftir slæma byrjun í fyrsta leik var það harðákveðið lið sem flaug frá Reykjavíkurflugvelli til Vestmannaeyja, staðráðið í að koma til baka með 2 stig í farteskinu. Leikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem liðin skiptust á að skora. Eitthvað gekk 3-3 vörnin þó ekki eins og hún á að gera og Eyjastúlkur áttu nokkuð auðvelt með að spila sig í gegnum hana í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn gekk hins vegar ágætlega og var staðan 17-15 heimaliðinu í vil. Í seinni hálfleik gekk vörnin mun betur og þegar um 7-8 mínútur voru eftir var Eyjaliðið bara búið að skora 7 mörk. Okkur gekk aftur á móti herfilega að finna leiðina framhjá markverði ÍBV, sérstaklega úr hornunum, og það varð okkur að falli í leiknum. Eftir að hafa náð forystunni, 26-24, þegar tæpar 10 mínútur voru eftir hrökk allt í baklás, við misstum menn útaf, klúðruðum hverju dauðafæri á fætur öðru og hreinlega færðum Eyjastúlkum sigurinn á silfurfati. 30-26 urðu lokatölurnar sem er of mikill munur miðað við gang leiksins en við freistuðum þess að vinna upp forskotið með því að spila maður á mann í lokin. Ljósu purnktarnir eru að það var miklu meiri kraftur og stemning í liðinu heldur en í Fram leiknum. Það er eitthvað sem við ætlum að byggja á en það er ljóst að við vinnum fáa leiki með jafn lélegra nýtingu á dauðafærum og í þessum leik.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?