mánudagur, október 23, 2006

Valur – Grótta

Gróttu stelpur sóttu okkur heim á þriðjudaginn og fóru ekki glaðar heim! Við sigruðum þær 29-24. Mikilvægur sigur þar sem þær voru aðeins búnar að tapa einum leik. Við byrjuðum illa og fengum mörg mörk á okkur utan af velli. Vorum ekki að standa vörnina vel. En þegar 15 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik náðum við að þjappa saman vörninni, í framhaldi kom markvarsla og hraðaupphlaup. Held svei mér þá að Silla verði fljótari með hverju árinu, gamla að gera gott mót! Við spiluðum agaðan sóknarleik og leiddum með 3 mörkum í hálfleik. Við byrjuðum svo seinni hálfleikinn vel og komumst 5 mörkum yfir. Eftir það fórum við að spila óagað og fengum á okkur mörk í bakið. En við leiddum allan seinni hálfleikinn og á síðustu 5 mínutunum náðum við að loka vörninni og yfirspila Gróttu stelpurnar. Kerfin okkar gengu upp og Pavla varði mikilvæga bolta. Silla, Ágústa og Pavla áttu góðan leik en ég mundi segja að liðsheildin hafi landað sigrinum. Allir stóðu sig vel og sýndi það sig í leiknum að við höfum að breiðan og góðan hóp. Áhorfendurnir voru frábærir að vanda og létu vel í sér heyra. Ég held að við séum komnar á gott skrið og er bara bjartsýn á næsta leik sem er á móti Haukum á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 20:00. Hvet alla til að mæta!
Kveðja Drífa.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?