föstudagur, nóvember 17, 2006
Dríbban úti í bili

Í gær kom í ljós að Drífa okkar Skúladóttir er ristarbrotin og verður af þeim sökum frá í u.þ.b. 6 vikur. Þetta er mikið áfall fyrir okkur Valsstúlkur því við eigum mikilvægan leik fyrir höndum gegn ÍBV á sunnudaginn. Eftir þann leik kemur hins vegar löööööng pása og því má segja að það sé lán í óláni að þetta gerðist núna - fyrir okkur það er að segja en Drífa missir af undankeppni HM með landsliðinu :(
Eitthvað hafa meiðslin verið að hrjá okkur undanfarið - Anna er meidd á ökkla og er á leiðinni í aðgerð, Kata og Arna slæmar í baki, Brynja alltaf tæp í hásinunum og Silla ekki alveg nógu góð í hnjánum. Undirrituð er eiginlega sú eina sem heldur uppi heiðri eldri leikmanna því Habban er magaveik og með króníska beinhimnubólgu og Lilja fór í aðgerð í haust! 7-9-13!
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Mynd vikunnar
Valur - Fram
Eftir grátlegan leik gegn Fram í fyrstu umferð deildarinnar var ekkert annað en sigur sem kom til greina hjá okkur Valsskutlum þegar við mættum Fram öðru sinni í vetur. Liðið mætti vel einbeitt og staðráðið í að gefa ekki tommu eftir í þetta skiptið. Að vanda vorum við gríðarlega fallegar enda lögðum við sérstaka áherslu á fallega brúnku og ný litað hár enda ekki annað hægt fyrir sjónvarpsleik. Við vorum sem sagt til í tuskið! Leikurinn byrjaði heldur rólega og var jafnt framan af og hálfleikstölur 11-10 okkur í vil. Í hálfleik gerðust undur og stórmerki. Herra Ágúst tók upp á því að æsa sig. Þetta nýja trix greinilega svínvirkaði þar sem við byrjuðum seinni hálfleik með stæl. Skoruðum 3 mörk í röð og vorum gjörsamlega óstöðvandi;) með Ágústu mann leiksins, Brynju og Höbbuna í broddi fylkingar. Um miðjan hálfleikinn höfðum við síðan náð 6 marka forystu og hún var ekki látin af hendi eftir það. Lokatölur urðu 28-20 og það að sjálfsögðu fyrir okkur!
Markaskor: Ágústa 9/13, Alla 5/10, Habba 4/5, Kata 3/4, Arna 3/5, Silla 2/3, Brynja 2/6 :)
Merkir atburðir í leiknum:
Ágústa gerði sér lítið fyrir og skoraði með vinstri.
Gústi og Kalli sögðu ekkert við dómarana, einmitt!
Hnéið á Brynju tók heimsmet í yfirréttu!
Guðrún spilaði sinn fyrsta leik :)
Gústi og Kalli voru salla rólegir, einmitt!
Takk fyrir mig Katie
Markaskor: Ágústa 9/13, Alla 5/10, Habba 4/5, Kata 3/4, Arna 3/5, Silla 2/3, Brynja 2/6 :)
Merkir atburðir í leiknum:
Ágústa gerði sér lítið fyrir og skoraði með vinstri.
Gústi og Kalli sögðu ekkert við dómarana, einmitt!
Hnéið á Brynju tók heimsmet í yfirréttu!
Guðrún spilaði sinn fyrsta leik :)
Gústi og Kalli voru salla rólegir, einmitt!
Takk fyrir mig Katie
FH - Valur
Síðasta fimmtudag þann 9.nóv kepptum við leik við fh-stelpur í deildinni. Vorum við mjög vel stemmdar og ekkert annað en sigur kom til greina af okkur hálfu. Við byrjuðum leikinn af krafti, enda stóð vörnin fyrir sínu og markvarslan eftir því. Upp úr því uppskárum við hraðaupphlaupin sem er eitt af okkar sterkustu vopnum og skoruðum nokkur mörkin þannig. Höfðum yfirhöndina allan tíman og leiddum í hálfleik 16-6.
Í seinni hálfleik hleyptum við fh-stelpum óþarflega mikið inn í leikinn, gerðum of mikið af klaufalegum mistökum en þó var aldrei nein hætta á ferð. Unnum við leikinn með 9 mörkum. 30-21.
Kveðja sófý ;)
Í seinni hálfleik hleyptum við fh-stelpum óþarflega mikið inn í leikinn, gerðum of mikið af klaufalegum mistökum en þó var aldrei nein hætta á ferð. Unnum við leikinn með 9 mörkum. 30-21.
Kveðja sófý ;)
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Valur – Akureyri, 27-20
Með ,,glæsilegum” sigri okkar á Akureyri síðastliðinn sunnudag náðum við topp sæti deildarinnar. Það verður að segjast að þetta var frekar dapur leikur af okkar hálfu og virkuðum við andlausar og áhugalitlar. Sem er nú frekar lélegt af okkur og þá sérstaklega gagnvart áhorfendum okkar sem eru mun ,,stabílli” en við og hvetja okkur alltaf áfram af stakri snilld.
Leikurinn byrjaði frekar rólega og skoruðu þær fyrsta mark leiksins en staðan var 0-1 þegar 6 mínútur voru liðnar af leiknum. Við náðum þó fljótlega forystunni og var staðan 11-9 í hálfleik. Leikurinn var í raun aldrei spennandi og svona nokkuð öruggt að við myndum sigra hann og komumst við mest í 10 marka mun í seinni hálfleiknum. Hefðum þó átt að geta unnið mun stærra ef við hefðum spilað samkvæmt eðlilegri getu –með fullri virðingu fyrir Akureyraliðinu sem barðist á fullu allan tímann.
Ester var best í Akureyrarliðinu og skoraði 11 mörk á okkur, en vorum við engan vegin að ganga nógu vel út í hana í vörninni. Sigurbjörg var líka að verja vel á móti okkur og klúðruðum við allt of mörgum dauðafærum, sést það best á nýtingu undirritaðar sem er eins og skytta með 50% markahlutfall. Maður hefur jú alltaf litið á sig sem frekar hávaxna manneskju og býð ég eftir kallinu hjá Gústa og Kalla um stöðu sem hægri skytta í liðinu ;o) Annars kom Soffía þar sterk inn og skapaði færi fyrir Hildi í horninu. Hildigunnur nýtti sénsinn sinn vel í sókninni og var eina sem var að nýta skotin sín almennilega, hún átti stórleik með 10 mörk og voru útileikmenn að finna hana mjög vel í þessum leik.
Alla, Brynja og Hafrún hvíldu í þessum leik og fengu margar að spreyta sig sem er frábært mál hjá þjálfurunum. En við erum 19 manna hópur og hver annarri betri og því oft erfitt val hjá þeim bræðrum. Það sem kannski stendur því upp úr í leiknum eru fyrstu mörk Hildar Sifjar og Grétu fyrir hönd okkar í m.fl. og voru þær formlega vígðar inn í hópinn eftir leikinn samkvæmt fornri hefð handboltaheimsins.
En það má þó ekki gleyma því að sigur er sigur og allir jafn mikilvægir. Með þessum sigri komumst við í 1.sæti deildarinnar og er ekkert nema eintóm hamingja yfir því.
Kveðja, Arna stjarna
Leikurinn byrjaði frekar rólega og skoruðu þær fyrsta mark leiksins en staðan var 0-1 þegar 6 mínútur voru liðnar af leiknum. Við náðum þó fljótlega forystunni og var staðan 11-9 í hálfleik. Leikurinn var í raun aldrei spennandi og svona nokkuð öruggt að við myndum sigra hann og komumst við mest í 10 marka mun í seinni hálfleiknum. Hefðum þó átt að geta unnið mun stærra ef við hefðum spilað samkvæmt eðlilegri getu –með fullri virðingu fyrir Akureyraliðinu sem barðist á fullu allan tímann.
Ester var best í Akureyrarliðinu og skoraði 11 mörk á okkur, en vorum við engan vegin að ganga nógu vel út í hana í vörninni. Sigurbjörg var líka að verja vel á móti okkur og klúðruðum við allt of mörgum dauðafærum, sést það best á nýtingu undirritaðar sem er eins og skytta með 50% markahlutfall. Maður hefur jú alltaf litið á sig sem frekar hávaxna manneskju og býð ég eftir kallinu hjá Gústa og Kalla um stöðu sem hægri skytta í liðinu ;o) Annars kom Soffía þar sterk inn og skapaði færi fyrir Hildi í horninu. Hildigunnur nýtti sénsinn sinn vel í sókninni og var eina sem var að nýta skotin sín almennilega, hún átti stórleik með 10 mörk og voru útileikmenn að finna hana mjög vel í þessum leik.
Alla, Brynja og Hafrún hvíldu í þessum leik og fengu margar að spreyta sig sem er frábært mál hjá þjálfurunum. En við erum 19 manna hópur og hver annarri betri og því oft erfitt val hjá þeim bræðrum. Það sem kannski stendur því upp úr í leiknum eru fyrstu mörk Hildar Sifjar og Grétu fyrir hönd okkar í m.fl. og voru þær formlega vígðar inn í hópinn eftir leikinn samkvæmt fornri hefð handboltaheimsins.
En það má þó ekki gleyma því að sigur er sigur og allir jafn mikilvægir. Með þessum sigri komumst við í 1.sæti deildarinnar og er ekkert nema eintóm hamingja yfir því.
Kveðja, Arna stjarna