fimmtudagur, nóvember 16, 2006

FH - Valur

Síðasta fimmtudag þann 9.nóv kepptum við leik við fh-stelpur í deildinni. Vorum við mjög vel stemmdar og ekkert annað en sigur kom til greina af okkur hálfu. Við byrjuðum leikinn af krafti, enda stóð vörnin fyrir sínu og markvarslan eftir því. Upp úr því uppskárum við hraðaupphlaupin sem er eitt af okkar sterkustu vopnum og skoruðum nokkur mörkin þannig. Höfðum yfirhöndina allan tíman og leiddum í hálfleik 16-6.

Í seinni hálfleik hleyptum við fh-stelpum óþarflega mikið inn í leikinn, gerðum of mikið af klaufalegum mistökum en þó var aldrei nein hætta á ferð. Unnum við leikinn með 9 mörkum. 30-21.

Kveðja sófý ;)

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?