föstudagur, nóvember 17, 2006

Dríbban úti í bili


Í gær kom í ljós að Drífa okkar Skúladóttir er ristarbrotin og verður af þeim sökum frá í u.þ.b. 6 vikur. Þetta er mikið áfall fyrir okkur Valsstúlkur því við eigum mikilvægan leik fyrir höndum gegn ÍBV á sunnudaginn. Eftir þann leik kemur hins vegar löööööng pása og því má segja að það sé lán í óláni að þetta gerðist núna - fyrir okkur það er að segja en Drífa missir af undankeppni HM með landsliðinu :(
Eitthvað hafa meiðslin verið að hrjá okkur undanfarið - Anna er meidd á ökkla og er á leiðinni í aðgerð, Kata og Arna slæmar í baki, Brynja alltaf tæp í hásinunum og Silla ekki alveg nógu góð í hnjánum. Undirrituð er eiginlega sú eina sem heldur uppi heiðri eldri leikmanna því Habban er magaveik og með króníska beinhimnubólgu og Lilja fór í aðgerð í haust! 7-9-13!

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?